Breska sendiráðið gaf út barnabókina ,,Tæknitröll og íseldfjöll: Frábær störf framtíðarinnar” í september 2022 en höfundur er sendiherra Breta á Íslandi, Dr. Bryony Mathew.

Tæknitröll og íseldfjöll sýnir börnum hvaða störf verða meðal þeirra áhugaverðustu og mikilvægustu á Íslandi á næstu 20 árum, allt frá norðurslóðafræðingi og samvinnuþjarkamiðlara til nanóþjarkaverfræðings og lagareldistæknis.
Bókin sannar fyrir börnum að allt er hægt.

Bókin opnast á flettibókarformi ef ýtt er á kápuna eða hér.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um bókina á ensku inn á síðu bresku ríkisstjórnarinnar.

Fræðsla um flóttafólk

Námsefni

Fleiri nemendur með bakgrunn flóttafólks eru í skólum en nokkru sinni fyrr og þar að auki er mikilvægt að ræða málefni flóttafólks og hælisleitenda í skólastofunni til að auka þekkingu og skilning á málaflokknum á heimsvísu. Til að koma til móts við þessa áskorun fyrir kennara hefur Flóttamannastofnun SÞ þróað kennsluefni um fólk á flótta í samstarfi við Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (2023).

Kennsluleiðbeiningar

Mælt er með, áður en byrjað er að kenna efni um flóttafólk, umsækjendur um alþjóðlega vernd og farandfólk og þegar unnið er með börnum á flótta, að þú kynnir þér grunnhugtök, staðreyndir og tölfræði sem eiga við um málaflokkinn.

Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson samdi fjölda bráðskemmtilegra nýrra laga fyrir Draumaþjófinn, sem hafa mörg hver orðið afar vinsæl. Skólunum gefst nú færi á að nýta þessa nýju íslensku barnatónlist í starfi sínu, en þeir fengu sendan undirleik og nótur úr Draumaþjófnum, auk þess sem tónlistin er aðgengileg á Spotify og söngtextarnir á vef Þjóðleikhússins.

Efnið var sent til menntastofnana sem sinna börnum á aldrinum 3-15 ára og hefur sendingunni verið tekið tveim höndum. M.a. vilja grunnskólar nýta efnið  í leiklistarvali, tónlistarskólar gleðjast yfir af fá brakandi ferskar nótur í byrjun árs og dansskólarnir hafa þakkað fyrir frábæra gjöf.

Sýningin Draumaþjófurinn var frumsýnd síðasta vor. Hún sló rækilega í gegn og verður áfram sýnd á komandi leikári. Sýningin var valin Barnasýning ársins bæði á Grímunni og á Sögum – Verðlaunahátíð barnanna.

Hér er hlekkur þar sem má finna námsefnispakkann, en þessi hlekkur verður opinn öllum landsmönnum til að nálgast efnið og hafa gagn og gaman af.

Click here to add your own text