Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og ýmsar bjargir sem nýst geta skólasamfélaginu. Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs á meðan samkomubann varir. 

Á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins má finna svör við ýmsum spurningum um skólastarf á neyðarstigi almannavarna. Einnig er á síðu Sambands íslenskra sveitarfélaga að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar vegna Covid-19 faraldursins. 

Við hvetjum áhugasama að skrá sig á póstlista til að fá fréttir af nýju námsefni og öðru er tengist útgáfu námsefnis. Einnig að senda okkur upplýsingar á netfangið postur@mms.is um áhugavert efni sem gæti átt erindi við skólasamfélagið.

  • Ritstjórar: Andrea Anna Guðjónsdóttir, Auður Bára Ólafsdóttir og Harpa Pálmadóttir 
  • Yfirlestur: Ingólfur Steinsson 
  • Forritun: Premis og Andrea Anna Guðjónsdóttir
  • Ljósmyndir: Shutterstock.com