Myndmennt
Ég sé með teikningu er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun. Námsefnið er sett fram sem hugmyndabanki.
Á vefnum er að finna fjölbreytt úrval náms- og kennsluefnis fyrir myndmenntakennara og fleiri til kennslu, náms og upplýsingaöflunar.
Námsefnið hentar til að kenna undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar. Í rafbókinni er hægt að horfa á stutt myndbönd þar sem aðferðir eru kenndar. Í verkefnabankanum, Leirmótun – verkefni fyrir alla, eru ýmsar kveikjur og tillögur að umræðum.
Frumlitirnir þrír, gulur, rauður og blár, eru grunnur að öllum litum nema svörtum og hvítum sem strangt til tekið eru ekki litir. Með frumlitunum og svörtu og hvítu er hægt að blanda alla liti. Á veggspjaldinu Litir er litahringurinn sýndur og stutt skýring á því hvað felst í annars stigs litum, andstæðum litum, jarðlitum og litastjörnu Ittens. Á veggspjaldinu Fletir og form eru tvívíð form og þrívíð form kynnt. Grunnformin þrjú eru hringur, ferningur og þríhyrningur.
Námsefnið er ætlað nemendum á öllum skólastigum. Efninu er ætlað að vekja áhuga nemenda á hugmyndavinnu og sjálfstæðri sköpun, innan dyra sem utan.
Tónmennt
Tónlist er hluti af öllu sem er. Hún leikur stórt hlutverk í lífi okkar á hverjum degi. Námsefnið Tónlist og umhverfi fjallar um það hvernig tónlistin kemur til okkar úr ýmsum áttum og hvernig við getum búið hana til á svo margan hátt. Námsefnið er hluti af bókaflokki í tónmennt og getur einnig nýst eldri nemendum.
Líkami þinn er hljóðfæri. Með honum getur þú búið til alls konar hljóð. Í þessu námsefni er líkaminn notaður til að læra um tónlist, skynja hana og skapa. Námsefnið er hluti af bókaflokki í tónmennt og getur einnig nýst eldri nemendum.
Þemahefti í tónmennt þar sem mikilvægi tímans í tónlist er kynnt og samspil tímans og náttúrunnar er skoðað. Einkum er unnið með árstíðirnar, sólarhringinn og sjávarföllin. Í námsefninu eru sönglög frá ýmsum heimshornum og áhersla lögð á að miðla þeim með hlustun og endurtekningu. Frumþættir tónlistar fléttast inn í efnið, s.s. form, tónstyrkur, tónhæð, tónlengd, túlkun og rými. Í kennsluleiðbeiningum eru verkefni til útprentunar.
Námsefnið Syngjandi skóli hefur að geyma 44 lög og kvæði. Um er að ræða sígild lög allt frá Aravísum til Öxar við ána. Hér er að finna hlutunarefni ásamt rafbók með textum við lögin.
Námsefnið Syngjandi skóli hefur að geyma 44 lög og kvæði. Um er að ræða sígild lög allt frá Aravísum til Öxar við ána. Hér er að finna rafbók með textum við lögin.
Í Hljóðleikhúsinu, Búum til sögu, Hlustum á sögu þjálfast nemendur í því að kanna hljóðheiminn, rannsaka, flokka, velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum. Í bókinni eru fjórar sögur ásamt kennsluverkefnum. Kennsluleiðbeiningar með fimm þjóðsögum sem eru í bókinni. Einnig má nýta bókina í tónlist.
Textílmennt
Í verkefnaheftinu eru hugmyndir að verkefnum sem unnin eru fyrir utan hefðbundinn vefstól með endurnýtingu að leiðarljósi. Verkefnin henta vel nemendum á miðstigi grunnskólans en hægt er að aðlaga þau að yngri og eldri nemendum. Útfæra má verkefnin á marga vegu.
Meðal efnis á vefnum eru verkefni í þæfingu, fatahönnun og jurtalitun, auk verkefna sem unnin eru með vélsaumi, útsaumi, handsaumi og klippi.
Hönnun og smíði
Í verkefnabankanum eru 40 verkefni. Þau eru miserfið og þyngdarstigið er táknað með tölustöfum frá 1.-4. en einnig er hægt að laga þau að þroska og getu hvers nemanda. Efnisval er fjölbreytt og hægt er að nýta ýmsan efnivið úr umhverfinu. Þá er hugað að endurnýtingu og oft er hægt að nota gamlan efnivið til að smíða falleg listaverk.
Heimilisfræði
Í Heimilisfræði 2, 3 og 4 eru einfaldar uppskriftir í bland við fróðleik um heilbrigða lífshætti, neysluvenjur og umhverfisvernd.
Í Heimilisfræði 2, 3 og 4 eru einfaldar uppskriftir í bland við fróðleik um heilbrigða lífshætti, neysluvenjur og umhverfisvernd.
Á vefnum er að finna leikrit fyrir yngsta, mið- og unglingastig. Leikritin eru tilvalin til að setja á svið en einnig er upplagt að nýta þau til samlestrar.