Vefgátt Twig

Vefgáttan Twig veitir aðgang að þúsundum þriggja mínútna myndbanda fyrir skóla um vísindi, stærðfræði og landafræði, auk vinnublaða, kennsluáætlana, spurningakeppna og skýringarmynda.

Unnið af kennurum, kvikmyndagerðarfólki, rithöfundum, fræðafólki og foreldrum til þess að aðstoða kennara.

Leikjavefurinn

Leikjavefurinn er samvinnu- og þróunarverkefni kennara og kennaraefna. Markmið hans er að safna góðum leikjum til að nota í skólastarfi og kynna þá sem víðast með aðgengilegum hætti.

Leikjunum er safnað af kennurum og kennaraefnum í sjálfboðavinnu. Umsjónar- og ábyrgðarmaður verkefnisins er Ingvar Sigurgeirsson prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands. Bakhjarl verkefnisins og aðsetur er Skólastofan slf – rannsóknir og ráðgjöf. Flestir leikirnir eru afrakstur námskeiðsins Leikir í frístunda- og skólastarfi sem er valnámskeið  á tómstundabraut á Menntavísindasviði, en er opið nemendum á öllum námsbrautum.

Á Leikjavefnum eru nú um 400 leikir og leikjaafbrigði, ásamt ýmsu öðru efni, m.a. ábendingum um aðra áhugaverða leikjavefi af ýmsu tagi.

Kennarinn.is

Tilgangur vefsins er að:

– halda til haga upplýsingum sem snertir menntun á Íslandi, frá fyrstu skrefum barns hjá dagforeldrum til útskriftar á háskólastigi. Vefurinn er hugsaður fagaðilum, forsjáraðilum og nemendunum sjálfum til handagagns.

– vera gagnabanki fyrir fagfólk í uppeldisfræðum, safn með ítarefni, skipulagsgögnum og ábendingum um gott efni á vef og þriðja aðila.

– vera vettvangur þar sem kennarar geta deilt eigin námsefni með kollegum og fengið aðstoð við að gera efnið frambærilegt til útprentunar.

– vera vettvangur fyrir gögn sem gefin eru út á vegum fyrirtækisins Kennarinn útgáfa.

– vera sá vettvangur sem fyrstur kemur í hugann þegar upp koma vangaveltur um menntamál á Íslandi og málaflokka þeim tengdum.