Hringrásarhagkerfið

Eftirfarandi myndbönd snúa að hringrásarhagkerfi, sjálfbærni, endurnýtingu og minnkun kolefnisspors og hentar efnið vel til kennslu í náttúrugreinum.

Efnið var unnið á vegum Austurbrúar sem er sjálfseignarstofnun sem starfar fyrir og með samfélaginu á Austurlandi og stýrir fjölmörgum ólíkum verkefnum. Eitt af þeim verkefnum var að taka þátt í að búa til þessi myndbönd. Myndböndin voru unnin af listafólkinu Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler. Efnið er sett fram á einfaldan og skemmtilegan hátt og áhersla er lögð á að gefa góð ráð um það hvernig við getum öll litið í eigin barm og gert eilítið betur í þessum málum.

Þættir 2-4 eru annars vegar með íslenskum texta og hins vegar enskum texta.

Hugtakið hringrásarhagkerfi

Íslenskt tal og enskur texti

Hringrásarfréttir

Íslenskt tal og íslenskur texti

Eldhús hringrásarinnar

Íslenskt tal og íslenskur texti

Samgöngur

Íslenskt tal og íslenskur texti

Hringrásarfréttir

Íslenskt tal og enskur texti

Eldhús hringrásarinnar

Íslenskt tal og enskur texti

Samgöngur

Íslenskt tal og enskur texti

Náttúrugreinar | Náttúrutorg

Náttúrutorg er verkefni sem var sett af stað vorið 2011 Í Reykjanesbæ af Svövu Pétursdóttur með styrk frá Náttúruverndasjóð Pálma Jónssonar og Sprotasjóð (sjá N-Torg).  Sjá markmið verkefnisins hér .

Kveikt á perunni

Í Kveikt á perunni er keppt í skapandi þrautum. Skaparar og keppendur hafa 10 mínútur til að klára þraut og taka þátt í Stórhættulegu spurningakeppninni. Til þess að gera þetta ennþá erfiðara draga keppendur babbspjöld þegar tíminn er hálfnaður.

Þegar tíminn er búinn, stöndum við á öndinni, teljum saman stigin og förum yfir svörin í Stórhættulegu spurningakepninni og að sjálfsögðu endar þetta á vænni slímgusu.

Dagskrárgerð: Sigyn Blöndal og Sindri Bergmann Þórarinsson.

Íslensk eldfjallavefsjá

Íslensk eldfjallavefsjá er gagnvirk vefsíða og opinbert uppflettirit um virkar eldstöðvar á Íslandi, alls 32 talsins, á bæði íslensku og ensku. Í gegnum eldfjallavefsjána geta viðbragðs- og hagsmunaaðilar nálgast ítarlegar upplýsingar um virkni og hegðun íslenskra eldstöðva og fjöldann allan af kortum

Eldfjallavefsjáin er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra með aðkomu fjölda innlendra og erlendra sérfræðinga sem hafa lagt verkefninu lið.