Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja.
Kerfisbundin þjálfun í hljóðkerfisvitund í gegnum leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða.
Íslenski málhljóðakassinn er nú aðgengilegur á rafrænu formi og hægt er að prenta efnið út eftir þörfum. Á vefnum eru allir orðalistar og myndir auk bókstafa og fjölbreyttum hugmyndum að vinnu með kassann. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri og ÍSAT-nemendum til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun.