Bókin um músina Tíslu er námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Hún er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.
Markmiðið með leikjunum í bókinni er að efla skynþroska barna, auka samvinnu þeirra og félagsfærni og það úti í náttúrunni. En þar fá börn einmitt meira áreiti fyrir öll skynfærin en innan dyra. Leikirnir skiptast í þrennt; námsleiki, samvinnuleiki og hreystileiki.
Kerfisbundin þjálfun í hljóðkerfisvitund í gegnum leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða.
Íslenski málhljóðakassinn er nú aðgengilegur á rafrænu formi og hægt er að prenta efnið út eftir þörfum. Á vefnum eru allir orðalistar og myndir auk bókstafa og fjölbreyttum hugmyndum að vinnu með kassann. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri og ÍSAT-nemendum til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun.
Á vefnum er að finna margvíslegan fróðleik um íslensk húsdýr. Þar má nefna almenna lýsingu á dýrinu, hljóð þess, hvers konar fæðu það neytir, heiti líkamshluta, nöfn kvendýra, karldýra og afkvæma og fjölda þeirra. Einnig er að finna þjóðlegan fróðleik um dýrið, orð og orðatiltæki er tengjast því, vísur og sögur þar sem dýrið kemur við sögu. Fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga er á vefnum að ógleymdum myndbandsbútum sem sýna dýrin við ýmsar aðstæður.
Orðaforðalistinn er hugsaður sem verkfæri fyrir leikskólakennara og foreldra til að styðjast við þegar efla á orðaforða barna
Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja.