Um er að ræða 10 verkefni til útprentunar, stafakannanir og yfirlit yfir allar rafbækur sem komnar eru út í lestrarbókaflokknum.
Vefur þar sem velja má á milli 10 lestrarbóka. Börnin geta ýmist lesið bækurnar beint af skjá eða hlustað á textann áður en þau lesa sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og verkefni.
Á þessum safnvef er hægt að nálgast lestrarbækur í smábókaflokknum á rafbókarformi og öll verkefni sem fylgja bókunum.

Kerfisbundin þjálfun í hljóðkerfisvitund í gegnum leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða.

Lestrarbókaflokkur ætlaður nemendum sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í hverri bók eru fróðleiksmolar og viðfangsefni. Bækurnar eru 8 talsins og hverri bók fylgir lesskilningsverkefni og hljóðbók. Lesskilningsverkefnin eru til útprentunar en þau reyna á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði.
Íslenski málhljóðakassinn er nú aðgengilegur á rafrænu formi og hægt er að prenta efnið út eftir þörfum. Á vefnum eru allir orðalistar og myndir auk bókstafa og fjölbreyttum hugmyndum að vinnu með kassann. Efnið má nota með nemendum á öllum aldri og ÍSAT-nemendum til að kenna og leiðrétta framburð, þjálfa hlustun og hljóðgreiningu, efla orðaforða og hugtakanotkun og undirbúa lestur og ritun.
Um er að ræða sjö lestrarbækur með fróðleikstextum um köngulær, hvali, tunglið, ánamaðka, hrafninn, refinn og flugvélar. Aftast í hverri bók eru nokkur verkefni. Nýjasta bókin, Flugvélar kom út vorið 2020.
Um er að ræða námsbók í siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt. Bókin er hugsuð fyrir kennara til að leiða samverustund með nemendum sínum þar sem rætt er um hvernig bregðast má við eða vinna með þessar tilfinningar.
Æfingar til að þjálfa nemendur sem þurfa mjög hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lesturs. Aðeins fengist við tíu bókstafi, tengingu tveggja hljóða og 15 algengustu orðmyndir.
Gagnvirkar æfingar fyrir börn sem þurfa hæga og skipulega þjálfun og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lestrar. Framhald af Stafaleikjum Búa.

Stafaplánetur eru ætlaður börnum sem eru að byrja að læra bókstafina. Á vefnum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Hann gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.