Dagbók – Heimanám

Dagbók þar sem finna má hlekki á vefi með námsefni, hreyfingu dagsins og hlekki á lærdómsríka, skemmtilega og áhugaverða vefi fyrir börn á grunnskólaaldri.

Háteigsskóli útbjó þessa skemmtilegu dagbók fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál fyrir vikuna 30. mars – 3. apríl. Höfundur dagbókarinnar er Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir en hún kennir íslensku sem 2. mál í háteigsskóla.

Íslenska – Tölum saman

Kennslubók fyrir byrjendur í íslensku.

Námsefni þetta hentar vel nemendum í efri deildum grunnskóla og framhaldsskóla en jafnframt fullorðnu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref í íslenskunámi. Efnið er unnið í samræmi við færnimarkmið námskrár mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Aðaláherslan er hér á talað mál og tengist efni bókarinnar aðallega daglegu lífi.

Höfundar eru tungumálakennarar og hafa starfað við Fjölbrautaskólann við Ármúla í fjölda ára.

Icelandic online

Icelandic Online fyrir börn er gagnvirkt námsefni með leikjaívafi í íslensku sem öðru máli fyrir börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Á kennsluvefnum eru sjö námskeið í mismunandi þyngdarstigum. Markhópurinn er 5-7 ára börn sem eiga erlent mál að móðurmáli og íslensk börn sem alist hafa upp í öðru málumhverfi og eru að byrja að lesa. Efnið mun einnig nýtast sem ítarefni við móðurmálsnám en í því er sérstök áhersla lögð á skólamál og mál námsbóka. Námskeiðið tekur mið af aðalnámskrá leik- og grunnskóla og nýtir sér vefnámskeiðaumhverfi Icelandic Online sem hentar bæði tölvum og snjalltækjum. Kennsluvefurinn er gjaldfrjáls og öllum opinn. Verkefnið hlaut styrki frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Barnavinafélaginu Sumargjöf, Styrktarsjóði Áslaugar Hafliðadóttur, þróunarsjóði innflytjendamála og þróunarsjóði námsgagna.