Annað efni

Hér má nálgast námstengt efni frá ýmsum aðilum. Menntamálastofnun ábyrgist ekki efnið.

Norrænt samstarf

Bildetema er myndaorðabók á mörgum tungumálum með myndum, texta og hljóði sem skipt er upp í þemu. Í myndaorðabókinni er einfaldur orðaforði sem getur verið kveikja að vinnu með tungumál í leikskóla, grunnskóla og í fullorðinsfræðslu.

Síðan var gerð í norrænu samstarfi og er stýrt af Nasjonalt senter for flerkulturell opplæring (NAFO) ved OsloMet – háskólann í Noregi í samstarfi við Institutet för språk och folkminnen (Isof) í Svíþjóð, Miðju máls og læsis á Íslandi og Nationalt Videncenter for Læsing i Danmörku. Allar stofnanirnar fjórar vinna að því að efla tungumálahæfni barna, unglingar og fullorðinna.

Hlaðvörp

Þættir um krakka/unglinga sem hafa haft áhrif á söguna með einum eða öðrum hætti. Umfjöllunarefni tengjast t.d. jafnrétti (þáttur um Malölu Yousafzai og um Ruby Bridges), umhverfismál (Greta Thunberg). Þættirnir falla t.d. vel að grunnþáttum menntunar (lýðræði og mannréttindi, jafnrétti, sjálfbærni) og eins hæfniviðmiðum í samfélagsgreinum, íslensku og tónmennt. Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu.

Hlaðvarpið um Harry Potter í Versló býður upp á pælingar um bækurnar og kvikmyndirnar í samhengi við ólíkar áherslur í kennslufræði og ætti þannig að höfða bæði til áhugamanna um galdraheima og líka þeirra sem leita eftir hugmyndum um fjölbreyttar leiðir til að kenna bókmenntir. Ármann Halldórsson kennari í Verslunarskóla Íslands er framleiðandi og tæknimaður.

Í hlaðvarpinu er m.a. fjallað um Njáls sögu (þættir 11, 13, 15, 20, 21), Egils sögu (þættir 3 og 21), Gísla sögu (þáttur 2), Laxdælu (þættir 5, 17, 18) og Íslendingaþætti (þættir 6 og 9). Hrafnkels saga og Eyrbyggja eru einnig talsvert til umræðu og allmargir þættir fjalla um miðaldamenningu almennt. Þættirnir tengjast vel íslensku og samfélagsgreinum. Ármann Jakobsson og Gunnlaugur Bjarnason taka íslenskar fornsögur fyrir í þessum hlaðvarpsþáttum.

Áhugaverðir og fróðlegir þættir sem tengjast t.d. samfélagsfræði, sögu, náttúrufræði, landafræði o.fl. Til dæmis eru þættir sem fjalla um hvali, Þingvelli, sólkerfið, landnám, eldgos og þjóðsögur. Ævar Þór Benediktsson hefur umsjón með hlaðvarpinu.

Þættir með margbreytilegu þema. Fjallað er um sannar og skáldaðar sögur, íþróttir, leiki, tónlist o.fl. Þættir um sinfóníuhljómsveit, raftónlist, rokktónlist, popptónlist, djasstónlist tengjast t.d. hæfniviðmiðum tónmenntar við lok 10. bekkjar. Ingibjörg Fríða Helgadóttir hefur umsjón með hlaðvarpinu.

Umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum. Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.

Með forritinu Anchor er hægt að taka upp þátt, klippa hann til og gefa öðrum aðgengi til þess að hlusta.

Verkfærakistur

Upplýsingatækni

Náttúrugreinar

Samfélagsgreinar

Trans – myndbönd (Samfélagsgreinar)

Íslenska

Íslenska sem annað tungumál

Erlend tungumál

Stærðfræði

List- og verkgreinar

Fjölbreyttar vefsíður