Málið.is

Markmið Málsins er að auðvelda rafræna leit að gögnum og fræðslu um íslenskt mál og málnotkun, með einföldum og samræmdum vefaðgangi.

Vefgáttin dregur fram allar tiltækar upplýsingar um það orð sem leitað er að hverju sinni, úr gagnasöfnum um íslenskt mál og málnotkun sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og samstarfsaðilar hennar hafa yfir að ráða.

100 orð

Vefsíðan er ætluð sem kennsluefni við lestrarnám í grunnskóla og miðar að eflingu sjónræns orðaforða. Vefsíðan gengur út á lestur orða af orðalistum af mismunandi erfiðleikastigi.

Sjálfvirkur lestur orðmynda, sem mynda sjónrænan orðaforða, er forsenda lesfimi en mikilvægt er að börn nái góðum tökum á honum svo svigrúm fáist fyrir lesskilning. Algengustu nokkur hundruð orðin í íslensku mynda mjög hátt hlutfall alls ritaðs texta og því mikilvægt að geta lesið þau á sjálfvirkan hátt.