Heilstætt námsefni í íslensku fyrir 8.-10. bekk. Markmiðið með Kveikjum Neistum og Logum er fyrst og fremst að styrkja nemendur sem málnotendur, lesendur, greinendur og skapara; auka sjálfstraust þeirra í notkun og meðferð íslenskunnar og gera þeim ljóst hversu mikilvæg hún er fyrir þá persónulega og samfélagið í heild sinni.
Í Útbroti eru fjölbreyttir textar sem þjálfa lesskilning nemenda á unglingastigi. Textunum fylgja verkefni sem reyna á athygli, ályktunarhæfni og skilning.
Í bókinni eru átta smásögur eftir íslenska höfunda. Íhugunarefni fylgja hverri sögu. Unglingurinn er í brennidepli í sögunum og fjallað er um ólík mál sem hver og einn lesandi þarf að taka afstöðu til.
Bókin skiptist í þrjá meginhluta þar sem fjallað er um ákveðin tímabil í bókmenntasögunni frá aldamótunum 1800 og fram á okkar daga.
Þetta er önnur sýnisbók af þremur í flokki kennslubóka í bókmenntum fyrir efri bekki grunnskóla. Í bókinni er safn texta og ljóða ásamt verkefnum. Hún skiptist í þrjá hluta: ljóð, leikrit og frásagnir.
Stiklað er á stóru í íslenskri bókmenntasögu, dæmi eru tekin, þjóðþekkt skáld eru kynnt en jafnframt eru verk yngri höfunda skoðuð. Sú leið var farin að byrja á yngstu skáldunum og fikra sig svo aftur í tímann, allt aftur til hinna fornu Hávamála. Í bókinni er því hægt að lesa og bera saman texta sem ná yfir allt að ellefu hundruð ára bókmenntasögu Íslendinga.
Þetta er önnur sýnisbók af þremur í flokki kennslubóka í bókmenntum fyrir efri bekki grunnskóla. Í bókinni er safn texta og ljóða ásamt verkefnum. Hún skiptist í þrjá hluta: ljóð, leikrit og frásagnir.
Í þessari bók er að finna helstu bragreglurnar. Bókin skiptist í tólf kafla sem hver um sig fjallar um ákveðinn þátt bragfræðinnar á skýran og einfaldan máta.
Öll höfum við frá einhverju að segja. Listin er að gera það þannig að aðrir hlusti og lesi af áhuga. Ritunarbókin er full af dæmum um hvernig þú getur fundið athyglisverðan efnivið í frásögn þína, skrifað svo að textinn grípi lesandann, tillögur um hvernig þú byggir upp langar frásagnir og skemmtilega ritunarleiki.
Kennslubók í málfræði fyrir unglingastig. Í bókinni er farið yfir helstu þætti málfræðinnar, dæmi eru sýnd og verkefni fylgja til þjálfunar. Þetta er endurskoðuð útgáfa bókarinnar sem lengi var kennd á grunnskólastigi
Handbók um íslenska málfræði fyrir efri bekki grunnskólans. Ítarlega er fjallað um orðflokka og greiningu þeirra en einnig um málnotkun, orðaforða, orðmyndun, setningarfræði og fleira því tengt.
Á þessum vef eru gagnvirkar málfræðiæfingar í íslensku fyrir unglingastig. Æfingunum er skipt í þrjá flokka, fallorð, sagnorð og óbeygjanleg orð.