Að taka upp hlaðvarp

anchor.fm er þjónusta og hugbúnaður á Netinu þar sem bæði er hægt að taka upp þátt, klippa hann til og snyrta og gefa öðrum aðgengi til þess að hlusta. Það er einnig hægt að setja upp Anchor app í snjalltæki til að gera vinnuna enn þægilegri í þeim tækjum.

Í ljósi krakkasögunnar eru þættir sem fjalla um krakka sem hafa skráð nöfn sín á spjöld sögunnar. Umsjón: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir.

Hlaðvarpið um Harry Potter í Versló er verkefni Ármanns Halldórssonar, styrkt af Rannsóknarsjóði Kennarasambands Íslands. Verkefnið er unnið á árunum 2019-2020. Ármann flokkast í Gryffindor og hefur verið ensku- og heimspekikennari við Verzlunarskóla Íslands í rétt röska tvo áratugi. Ármann er jafnframt trommari og stundum söngvari í hljómsveitinni Mosa frænda, en öll tónlistin í þáttunum er úr lögum þeirrar hljómsveitar, af plötunum Óbreytt ástand (2016) og Aðalfundurinn (2019). Ármann er framleiðandi og tæknimaður. https://www.facebook.com/Harry-Potter-%C3%AD-Versl%C3%B3-100804385173568

Hlaðvarp um íslenskar bókmenntir fyrri alda í léttum dúr. Þorir þegar aðrir þegja…

Ævar vísindamaður setur allt milli himins og jarðar undir smásjána og rannsakar eins og honum einum er lagið. Fróðleikur og skemmtun fyrir forvitna krakka á öllum aldri. Umsjón: Ævar Þór Benediktsson.

„Hlustaðu nú!“ er þáttaröð fyrir krakka og fjölskyldur til að hlusta á saman, í sitthvoru lagi, í bílnum, uppi í rúmi, inni í tjaldi, á ferð og flugi eða bara heima í rólegheitum. Þema þáttanna verður margbreytilegt, eins og heimurinn sem við búum í. Sannar og skáldaðar sögur, tónlist, íþróttir og leikir, dularfullar ráðgátur og allt þar á milli. Og hlustaðu nú! Umsjón: Ingibjörg Fríða Helgadóttir.

Íslendingasögurnar! Ormstungur er umræðuþáttur þar sem tveir kennarar, Hjalti Halldórsson og Oddur Ingi, ræða helstu Íslendingasögurnar á léttu nótunum.
Tilgangur hlaðvarpsins er að styðja við lestur og upplifun á Íslendingasögunum.