Samfélagsgreinar | Heimsspekitorg
Verkefnabanki Heimspekitorgsins er námsefnisvefur sem þróaður hefur verið af Félagi heimspekikennara í samstarfi við heimspekikennara hjá Hagnýtri heimspeki og breska heimspekikennarann Jason Buckley (The Philosophy Man).
Í Verkefnabankanum er námsefni fyrir nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Námsefninu er ætlað að efla samræðufærni nemenda og gefa þeim tækifæri til að glíma við heimspekilegar spurningar. Markmið í samræðufærni eru nánar útlistuð í námskrá Verkefnabankans.
Krakkarnir í Kátugötu
Bækurnar um Krakkana í Kátugötu eru fáanlegar hjá Samgöngustofu.
Bækurnar eru átta talsins og eru höfundar bókanna þau Sigrún Edda Björnsdóttir rithöfundur og Jean Posocco teiknari.
Samgöngustofa og sveitarfélögin í landinu bjóða börnum, foreldrum og forráðamönnum þeirra þessa umferðarfræðslu endurgjaldslaust.
Umferðarfræðsla fyrir 1.-10. bekk

Umferðarvefurinn er fræðsluvefur um umferðarmál fyrir nemendur í grunnskólum, kennara og foreldra. Vefurinn er í sífelldri þróun og nýtt efni bætist við.
Vefnum er skipt í þrjá hluta. Sá fyrsti er ætlaður fyrir nemendur, annar er fyrir kennara og sá þriðji fjallar um öryggi og umferðaröryggisáætlun skóla.
Fjármálalæsi
Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi með þann tilgang að bæta fjármálalæsi ungs fólks og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Á þeim forsendum tekur starfsfólk fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða þátt í fræðslustörfum undir hatti Fjármálavits og eru aldrei merkt eða talsmenn sinna fyrirtækja í þeim störfum.
Falsfréttir – 10 ráð frá Landvernd
Hvað eru falsfréttir og hvernig er hægt að varast þær? Mikilvægt er að tileinka sér eftirfarandi ráð í baráttunni við falsfréttir.
Stopp ofbeldi!
Vefurinn Stopp ofbeldi! er safnvefur. Þar er búið að taka saman efni sem nýtist til forvarnarvinnu um kynbundið ofbeldi og áreiti á öllum skólastigum. Efnið kemur víða að en Menntamálastofnun fékk það verkefni að gera málaflokkinn aðgengilegan á einum stað til að auðvelda vinnu með hann.
Efnið á vefnum Stopp ofbeldi! tekur mið af aldri barna en að sjálfsögðu getur mikið af því hentað hinum ýmsu skólastigum. Það er flokkað fyrir börn í leikskóla og yngstu börn í grunnskóla, nemendur á miðstigi, unglingadeild og framhaldsskóla. Bækur sem bent er á er bæði hægt að kaupa hjá bóksölum og fá þær að láni á bókasöfnum.