Phython fyrir byrjendur – inngangur að forritun

Kennsluefni eftir Valborgu Sturludóttur

Þessi bók fjallar um þau undirstöðuatriði sem þarf að kynna til að ná tökum á forritun í Python. Höfundi finnst mikilvægt að kenna námsefnið með íslenskum hugtökum þar sem ætlunin er að nota hana í kennslu í íslenskum framhaldsskólum. Ef nemendur ætla að leggja fyrir sig tölvunarfræði í framhaldsnámi er nauðsynlegt að búa yfir ríkulegu íðorðasafni, sérstaklega ef nemandi hyggst framfleyta fræðunum. Hugtök eru þó líka sett fram á ensku ef lesandi vill fletta upp ítarefni sem meira er til af á netinu á ensku en íslensku.

Við keyrslu á kóða þarf einnig að hafa í huga að tölvan gerir nákvæmlega það sem við segjum henni að gera og ekkert annað. Og þá komum við niður á stórt vandamál, að tölvur eru mjög bókstaflegar og vitlausar. Þær skortir allt vit, þær reyna ekki að hafa vit fyrir okkur. Þær gera nákvæmlega það sem við biðjum um. Nákvæmlega eins og við biðjum um það.

Bæði getur bókin verið ítarefni til að styðja við annað námsefni og verkefnabók fyrir nemendur að tileinka sér forritun upp á eigin spýtur. Forritun er skemmtileg og getur hjálpað okkur við að leysa hversdagsleg verkefni.

Kennarar sem vilja nýta sér bókina geta fengið Jupyter vinnubækur hjá höfundi til að styðjast við.

Efnið er gefið út undir Creative Commons leyfi 3.0, þér er heimilt að afrita, nota, og vinna áfram með efnið ef þú vísar í upprunann, þú mátt ekki hagnast af kennsluefni þessu.

Upplýsingatækni | Oddeyrarskóli og Þelamerkurskóli

Þessari síðu er ætlað að vera handraði fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi. Markmiðið er að safna hugmyndum að verkfærum og gera þau aðgengileg svo þau nýtist í daglegu starfi.

Tæknin breytist frá degi til dags og listinn er þess vegna engan veginn tæmandi. Það er okkar ósk að verkfærin nýtist þeim sem vilja auka hlut rafrænna kennsluhátta í sínu starfi.

Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs

Hér eru nokkrar hugmyndir og kveikjur hvernig hægt er að vinna með stafræna borgaravitund með nemendum. Athugið að þetta eru hugmyndir en best er að hver kennari útfæri þær þannig að þær henti honum sjálfum og nemendum. Einnig er hægt að útfæra þær sem heimavinnu nemenda og/eða foreldra. Í öllum köflunum er vísað í fréttir eða annað efni sem tengist daglegu lífi okkar allra.

Á vefnum Námsefni í stafrænni borgaravitund má líka finna mikið af efni sem er skipt niður eftir árgöngum.

SAFT – Fræðsluefni

Hér er hægt að finna fróðleik um netöryggi og samskipti á netinu. Meðal efnis eru bæklingar, kennsluefni og – leiðbeiningar, veggspjöld, hlaðvarpsþættir, skýrslur og rannsóknir.