Upplýsingatækni | Oddeyrarskóli og Þelamerkurskóli

Þessari síðu er ætlað að vera handraði fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi. Markmiðið er að safna hugmyndum að verkfærum og gera þau aðgengileg svo þau nýtist í daglegu starfi.

Tæknin breytist frá degi til dags og listinn er þess vegna engan veginn tæmandi. Það er okkar ósk að verkfærin nýtist þeim sem vilja auka hlut rafrænna kennsluhátta í sínu starfi.

Spjaldtölvur í grunnskólum Kópavogs

Hér eru nokkrar hugmyndir og kveikjur hvernig hægt er að vinna með stafræna borgaravitund með nemendum. Athugið að þetta eru hugmyndir en best er að hver kennari útfæri þær þannig að þær henti honum sjálfum og nemendum. Einnig er hægt að útfæra þær sem heimavinnu nemenda og/eða foreldra. Í öllum köflunum er vísað í fréttir eða annað efni sem tengist daglegu lífi okkar allra.

Á vefnum Námsefni í stafrænni borgaravitund má líka finna mikið af efni sem er skipt niður eftir árgöngum.

SAFT – Fræðsluefni

Hér er hægt að finna fróðleik um netöryggi og samskipti á netinu. Meðal efnis eru bæklingar, kennsluefni og – leiðbeiningar, veggspjöld, hlaðvarpsþættir, skýrslur og rannsóknir.