Verkfærakista ReykjavíkurborgarMyndin sýnir logo, látum draumana rætast

Reykjavíkurborg hvetur alla til að senda inn verkfæri í verkfærakistuna. Það er einfallt og fljótlegt að senda inn verkfæri og eru öll verkfæri sem tengjast á einhvern hátt við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkurborgar velkomin. Ritstjórn síðunnar fer yfir innsend verkfæri og setur þau inn á síðuna og hefur samband ef að þörf er á frekari upplýsingum.

Sterkari út í lífið

Markmið þessa verkefnis er að auka aðgengi foreldra að efni sem hægt er að nota heima við og styrkir sjálfsmynd. Þessu efni er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig er möguleiki fyrir kennara og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp að nýta sér efnið. Reglulega mun bætast við greinasafn og verkfærakistur. Allt efni hvílir á traustum gagnreyndum grunni.

Efni síðunnar kemur ekki í stað meðhöndlunar frá fagaðila ef þess þarf.

Sálfræðistofan Höfðabakka er framkvæmdaraðili verkefnisins og verkefnastjórar eru Aldís Eva Friðriksdóttir, Hrafnkatla Agnarsdóttir og Þórdís Rúnarsdóttir, sálfræðingar.`