Bókin, Alarm, er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Hún fjallar um vinkonurnar Clöru og Nönnu sem fara í verslunarferð sem hefur óvænt endalok.
Efninu fylgir hljóðbók og verkefni í kennsluleiðbeiningum en þau eru aðallega hugsuð til þess að aðstoða nemendur við lesturinn.
Scooter er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Hún fjallar um vinina Noa og Hugo sem taka vespu ófrjálsri hendi.
Efninu fylgir hljóðbók og verkefni í kennsluleiðbeiningum en þau eru aðallega hugsuð til þess að aðstoða nemendur við lesturinn.
Í kennsluleiðbeiningunum eru fjölbreytt verkefni með léttlestrarbókunum Alarm, Scooter og Den nye lærer (fyrir unglingastig).
Start er byrjendaefni í dönsku fyrir miðstig grunnskóla. Fjölbreyttar leiðir er hægt að fara til að virkja alla færniþætti tungumálanáms s.s. í gegnum leiki, þrautir og verkefni. Námsefnið Smart er sjálfstætt framhald af Start.
Fjölbreytt verkefni eins og minnisleikur, slönguspil og bingó.
Start er byrjendaefni í dönsku fyrir miðstig grunnskóla. Fjölbreyttar leiðir er hægt að fara til að virkja alla færniþætti tungumálanáms s.s. í gegnum leiki, þrautir og verkefni. Námsefnið Smart er sjálfstætt framhald af Start.
Fjölbreytt verkefni eins og minnisleikur, slönguspil og bingó.
Vefurinn TEMPO er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6. til 10. bekk. Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun tölva eða snjalltækja við lausn þeirra. Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti sem býður upp á að nemendur og kennarar sjái möguleikana í að nýta þau í námi og kennslu.
Markmið vefsins er að kenna nemendum algeng orð í dönsku, ritun þeirra, lestur og framburð. Byrjendaefni.
Vefurinn TEMPO er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6. til 10. bekk. Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun tölva eða snjalltækja við lausn þeirra. Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti sem býður upp á að nemendur og kennarar sjái möguleikana í að nýta þau í námi og kennslu.