Ready for Action er enskuefni fyrir miðstig grunnskóla. Í bókinni eru fjölbreyttir textar í fjórum köflum en þeir eru animals, fun and entertainment, space og jobs. Ýmis verkefni eru í bókinni og hlustunaræfingar.
Efnið Action er ætlað til enskukennslu á efra miðstigi. Í bókinni eru fjölbreyttir textar og verkefni sem hægt er að velja á milli. Efninu fylgir verkefnabók A og B, hljóðbók og hlustunaræfingar.
Efnið hentar vel í hvers kyns tungumálanámi til að auka orðaforða. Því er ætlað að þjálfa hlustun og talað mál ásamt því að byggja upp orðaforða daglegs lífs.
Portfolio er námsefni í ensku. Efnið saman stendur af hljóðbókum og hlustunaræfingum. Vakin er athygli á því að tímabundið má nálgast hlustunarefni með Portfolio efninu inn á vef mms.
Námsefni sem nýtist nemendum á mismunandi aldri sem eru að stíga sín fyrstu skref í enskunámi.
Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Alls verða bækurnar í flokknum sex talsins Yes we can 6 er önnur bókin sem kemur út í þessum flokki.
Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda, áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markviss eftir því sem líður á námið.
Námsmat er hluti af námsefninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvitund um eigin námsaðferðir og vinnulag.
Efnið samanstendur af: Nemendabók, verkefnabók, rafbókum, hljóðbók, hlustunarefni, veggspjaldi, spilum, rafrænu efni með gagnvirkum æfingum og kennsluleiðbeiningum á vef.
Dock er þriðja og síðasta heftið af þremur í flokki sjálfstæðra æfingahefta í ensku fyrir miðstig.