Saga
Sögueyjan 1,2 og 3 spanna Íslandssöguna frá landnámi til okkar tíma. Bækurnar eru allar til sem hljóðbækur á vef MMS og einnig fylgja kennsluleiðbeiningar.
Efnið er fléttað saman með þeim hætti að nemendur fái tilfinningu fyrir framvindu sögunnar um leið og þeir átti sig á samhengi tiltekinna samfélagsþátta. Aðalatriðið er að veita skýra innsýn í samfélag miðalda þar sem nemendur geta áttað sig á lífsskilyrðum almennings og ólíku hlutskipti landsmanna varðandi auð og völd.
Stutt þemahefti sem fjalla um ólík sögutengd málefni t.d. sögu N- og S-Ameríku, stríðsárin á Íslandi, hippatímann, fyrstu samfélög manna, þróun tækninnar og fjölskylduforma á 20. öld.
Bókin fjallar um sögu 19. aldar fram á 20. öld. Saga Íslands fléttast við sögu heimsins. Í bókinni er fjöldi fjölbreyttra verkefna.
Bókin Styrjaldir og kreppa fjallar um fyrri hluta 20. aldar. Þar með talið heimsstyrjaldirnar tvær.
Frelsi og velferð segir síðan sögu síðari hluta 20. aldar bæði á Íslandi og í heiminum öllum.
Árið 1918 er eftirminnilegt í sögu Íslendinga. Fjallað er um fjóra merka viðburði sem eru frostaveturinn mikli, Kötlugos spænska veikin og fullveldi þjóðarinnar 1. des. 1918.
Í bókinni eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar.
Í bókinni Hljóðspor er rakin saga alþýðu- og dægurtónlistar frá tímum þrælahalds í Bandaríkjunum til loka 7. áratugar 20. aldar.
Landafræði
Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í náttúrufræði og samfélagsgreinum sem keyptir hafa verið af verðlaunavefnum Twig. Myndböndin eru á ensku en talsett á íslensku
Bókin fjallar um fjölmörg landfræðileg málefni, m.a. tilurð jarðsöguna, gang himintungla, uppbyggingu jarðar, innri og ytri öfl, náttúru, gróður og loftslag og auðlindir Einnig er fjallað um búsetu og skipulagsmál á jörðinni ásamt því að fjalla um umhverfismál og velt upp mörgum áleitnum samfélagsmálum. Fjölbreytt verkefni eru í lok hvers kafla.
Í bókinni er fjallað um efnahagslega og félagslega þróun ólíkra svæða heimsins. Hvernig nýtir maðurinn jörðina? Hver heimsálfa fær sinn kafla og auðlindir hafsins sömuleiðis. Fjölbreytt verkefni eru í lok hvers kafla.
Lífsleikni
Í efninu er sérstök áhersla lögð á að setja fram verkefni þar sem unnið er með lykilhæfnina gagnrýna og skapandi hugsun eins og hún er skilgreind í aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Verkefnin miða á ýmsan hátt að því að unnið sé með grunnþætti menntunar í fjölbreyttu samhengi.
Í þessari bók sem ætluð er nemendum á unglingastigi er að finna fróðleik og hagnýt verkefni um ýmislegt sem snýr að þátttöku í félagsmálum, fundarsköpum og framkomu. Bókin skiptist í níu kafla. Verkefnum í lok hvers kafla er ætlað að gæða efnið lífi og setja það í samhengi við reynsluheim ungs fólks.
Í efninu er sérstök áhersla lögð á að setja fram verkefni þar sem unnið er með lykilhæfnina gagnrýna og skapandi hugsun eins og hún er skilgreind í aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Verkefnin miða á ýmsan hátt að því að unnið sé með grunnþætti menntunar í fjölbreyttu samhengi.
Árið 1918 er eftirminnilegt í sögu Íslendinga. Fjallað er um fjóra merka viðburði sem eru frostaveturinn mikli, Kötlugos spænska veikin og fullveldi þjóðarinnar 1. des. 1918.
Kynfræðsla
Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf.
Blað ætlað unglingum þar sem fjallað er um kynþroskann og kynlíf í víðri merkingu orðsins. Sérstakt blað er ætlað hvoru kyni, efnistök eru þó alveg eins. Mælt er með því að nemendur fái blaðið til eignar. Blaðinu er ætlað að svara mörgum af þeim spurningum sem leita á unglinga í tengslum við kynþroskann.
Blað ætlað unglingum þar sem fjallað er um kynþroskann og kynlíf í víðri merkingu orðsins. Sérstakt blað er ætlað hvoru kyni, efnistök eru þó alveg eins. Mælt er með því að nemendur fái blaðið til eignar. Blaðinu er ætlað að svara mörgum af þeim spurningum sem leita á unglinga í tengslum við kynþroskann.
Fjallað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á fjölbreyttan hátt. Megin áhersla er á þróunarmál.
Efnið byggist upp á spili sem á að auðvelda nemendum að átta sig á helstu hugtökum sem tengjast fjármálum. Spilið kallast Splæs og í því eru 32 spil sem prenta þarf út og klippa niður.
Vefur þar sem fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði. Texti er stuttur og hnitmiðaður og hægt að velja hlustun.
Meginumfjöllunarefni þess er atvinnulíf og störf en einnig skólakerfi og sjálfsþekking. Markmiðið með námsefninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja valið út frá aðstæðum sínum. Leitast er við að vekja áhuga þeirra á að fræðast um menntakerfið og atvinnulífið.
Meginumfjöllunarefni þess er atvinnulíf og störf en einnig skólakerfi og sjálfsþekking. Markmiðið með námsefninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja valið út frá aðstæðum sínum. Leitast er við að vekja áhuga þeirra á að fræðast um menntakerfið og atvinnulífið.
Skilningsbókin er verkefnabók til útprentunar þar sem verkefnin þjálfa skilning í lestri, stærðfræði og náttúrufræði.
Fjallað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á fjölbreyttan hátt. Megin áhersla er á þróunarmál.
Þjóðfélagsfræði
Á ferð um samfélagið skiptist í 11 sjálfstæða kafla og í henni eru fjölmargar myndir og töflur sem skýra efnið enn frekar. Fjölbreytt verkefni eru í lok hvers kafla. Í kennsluleiðbeiningum má finna fjölbreyttar útfærslur á efninu, ljósmyndamaraþon, glærur og fleira.
Trúarbragðafræði, siðfræði og heimspeki
Búddhatrú, gyðingdómur, hindúatrú, íslam og kristin trú eru ætlaðar til trúarbragðafræðslu. Fjallað er um fimm fjölmennustu trúarbrögð heims. Þar má finna lýsingar á helgisiðum, venjum og hátíðum, sagt frá útbreiðslu trúarbragðanna og hinum ýmsu stefnum þeirra. Um er að ræða kennsluleiðbeiningar, ýmsan fróðleik, verkefni, föndurverkefni, spurningar og svör með bókaflokknum Trúarbrögð mannkyns.
Fjallað er um hver helsti boðskapur kristninnar er og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf fólks, hvort sem er í hversdagsleikanum, á hátíðum eða á sérstökum gleði- eða sorgarstundum. Fróðleikur um páskahátíðina.
Þetta efni kemur til móts við fjölmenningu í samfélaginu með það markmið að draga úr fordómum og bæta samskipti manna á milli. Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangur.
Í bókinni eru 68 fjölbreyttar æfingar í heimspeki. Þær má nota í allflestum námsgreinum til þess að spyrja, hugsa og rökræða. Æfingarnar eru í níu efnisflokkum.