Orðabók – Norðurlandamálin
ISLEX er margmála orðabók á vefnum. Grunnmálið er íslenska og markmálin eru danska, sænska, norskt bókmál, nýnorska, færeyska og finnska. ISLEX er samstarfsverkefni sex norrænna fræðastofnana, á Íslandi, í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Færeyjum og Finnlandi. Þær eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁM) í Reykjavík, Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier við Háskólann í Bergen, Institutionen för svenska språket við Háskólann í Gautaborg, Fróðskaparsetur Føroya í Þórshöfn og Háskólinn í Helsinki.
UT og erlend tungumál
Danska: Norden i skolen
Norden i Skolen er ókeypis kennsluvefur sem starfar óháð stjórnmála-, trúar- eða annars konar hugmyndafræðilegum hreyfingum. Vefurinn leggur upp með að gefa nemendum og kennurum á Norðurlöndunum verkfæri til að þjálfa upp og viðhalda nágrannamálskilning milli skandinavísku tungumálanna, samhliða því að efla norrænt menningarlæsi og kynna norræna nemendur fyrir öðrum samfélögum á hinum Norðurlöndunum.
Danska: Atlantbib.org – rafbækur í dönsku
Atlantbib.org er skólaverkefni með þátttakendum frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi, Færeyjum Grænlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Suður-Slésvík sem og samísku svæðunum í Skandinavíu. Verkefnið er fjárhagslega styrkt af Nordplus Språk 2022. Atlantbib.org er bókaverkefni þar sem nemendur og kennarar skrifa ókeypis fagbækur til afnota í öllum skólum. Bækurnar eru rafbækur með áherslu á það sem er líkt og ólíkt á Norðurlöndunum og Baltísku löndunum í tengslum við sögu, landafræði, tungumál og menningu. Nemendur taka þátt í að rannsaka, skrifa, þýða og talsetja bækurnar áður en þær eru gefnar út. Verkefnið er öllum opið, svo allir skólar geta skrifað og þýtt bækur.
Enska: Wizarding World
Opinbera síðan fyrir efni tengt Harry Potter á ensku. Þarna er hægt að spreyta sig bæði á prófum og ýmiskonar verkefnum.
TM & © WBEI. WIZARDING WORLD Publishing and Theatrical Stage Rights © J.K. Rowling.