Rasmus.is – stærðfræði

Vefur þessi er byggður upp til að þjónusta þá sem vilja ná sterkari tökum á stærðfræði. Upphafleg markmið með slíkri útsetningu var að nýta umhverfi tölvunnar til þess að ná til nemenda sem sýndu lítinn áhuga á algebru. Eftir tilraunir með efnið og ábendingar frá kennurum á vormisseri 1999 var ákveðið að fjölga námsþáttum og hefur efnið vaxið jafnt og þétt síðan.

Efni á vefnum er höfundaverndað og eingöngu ætlað fyrir nemendur, foreldra og kennara þeirra skóla sem greiða áskrift að vefnum.

Stærðfræði 193

Stærðfræði 193 er upprifjun á námsefni grunnskólans í stærðfræði. Efnið var upphaflega samið fyrir nemendur 10. bekkjar grunnskólans sem voru að undirbúa sig fyrir samræmt próf í stærðfræði. Öllum er frjálst að nýta sér þetta námsefni.

Námsefnið er í formi myndskeiða (video) þar sem horft er á útskýringar kennarans. Inn á milli eru verkefni sem nemandinn þarf að reikna og fara yfir með því að horfa á útreikninga og hlusta á skýringar kennarans á töflu.  Í námsefninu eru einnig „dæmablöð“ sem hægt er að prenta út og spreyta sig á áður en horft er á tilsvarandi myndskeið.

Svava Þorsteinsdóttir, stærðfræðikennari Verzlunarskóla Íslands tók efnið saman.

Stærðfræði Giljaskóli – stærðfræðimyndbönd

Á þessum vef er að finna kennslumyndbönd sem byggð eru á Skala bókunum sem kenndar eru á unglingastigi. Vefnum er raðað eftir bókum og í undir hverri bókarsíðu eru kaflarnir sundurliðaðir. Í hverjum kafla eru myndbönd í þeirri röð sem þau koma fyrir í bókunum. Á forsíðu hverrar bókar er að finna rafbók og lausnir ykkur til hægðarauka

Ýmsar bjargir

Hér má finna tengla á efni fyrir starfsþróun stærðfræðikennara á öllum skólastigum.

Fjármálalæsi

Fjármálavit er fræðsluvettvangur með áherslu á námsefni í fjármálalæsi með þann tilgang að bæta fjármálalæsi ungs fólks og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku í fjármálum með áherslu á sparnað og fyrirhyggju. Á þeim forsendum tekur starfsfólk fjármálafyrirtækja, tryggingafélaga og lífeyrissjóða þátt í fræðslustörfum undir hatti Fjármálavits og eru aldrei merkt eða talsmenn sinna fyrirtækja í þeim störfum.