Fræðslumyndbönd um áhrif orkudrykkja og nikótíns
Fræðslumyndbönd sem ætluð eru grunn- og framhaldsskólum, en handritin eru skrifuð í samstarfi við sérfræðinga hjá Háskóla Íslands og SÁÁ.
Höfundur er Dr. Lára G. Sigurðardóttir
Martröð í Munni um áhrif nikótíns á líkamann – 3 myndbönd
- Hvað gerir nikótín í líkamanum?
- Taugaeitur
- Örvandi efni
- Veldur fíkn
- Hvaða vörur innihalda nikótín?
- Nikótínpúðar
- Veip/rafrettur/rafsígarettur
- Sígarettur
- Neftóbak
- Hvernig hefur nikótín áhrif á heila unglinga?
- Nikótín fer mjög hratt upp í heilann (innan 10-20 sekúndna) og ræsir heilann með því að losa m.a. adrenalín og dópamín, sem veldur stuttri vellíðan eða aukinni orku, meiri einbeitingu í nokkrar mínútur.
- Með tímanum minnkar þín náttúrulega dópamínframleiðsla og dópamínviðtakar (sem ræsa taugafrumurnar) virka verr. Það þýðir að þú þarft alltaf meira og meira nikótín til að losa dópamín. Því verður erfiðara að finna fyrir ánægju og þú þarft núna nikótín til að líða eðlilega.
- Nikótín losar adrenalín og kortisól og virkjar möndluna sem er kvíðastöðin í heilanum. Það veldur kvíða- og streitu. Því meira sem þú notar, því meiri hætta á kvíða og streitu.
- Hve lengi er heilinn að þroskast – og af hverju skiptir það máli?
- Heilinn þroskast til 25-30 ára
- Unglingsheili er sérstaklega næmur fyrir nikótíni og myndar hraðar taugabrautir sem tengjast fíkn
- Hvaða fráhvarfseinkenni koma fram þegar nikótín fer úr líkamanum?
- Pirringur
- Einbeitingarleysi
- Eirðarleysi
- Pirringur
- Depurð
- Reiði
- Kvíði
- Höfuðverkur
- Svefntruflun
- Lífið hættir að vera skemmtilegt án nikótíns

