Íslenska fyrir alla
Íslenska fyrir alla er heildstætt námsefni í íslensku sem öðru tungumáli sem er samið fyrir fullorðna námsmenn. Námsefnið getur líka nýst nemendum á unglinga- og framhaldsskólastigi. Námsefnið samanstendur af fjórum námsbókum, kennsluleiðbeiningum, ítarefni og hljóðefni. Efnið er unnið í anda samskiptamiðaðs tungumálanáms og byggir á Evrópska tungumálarammanum (hæfnistig A1-A2). Höfundar eru Þorbjörg Halldórsdóttir og Sólborg Jónsdóttir. Myndhöfundur er Böðvar Leós. Efnið er lesið inn af Völu Þórsdóttur og Eggerti Kaaber. Það kom fyrst út á vef árið 2011 undir Creative Commons leyfi:
Íslenska fyrir alla © 2011 by Þorbjörg Halldórsdóttir og Sólborg Jónsdóttir is licensed under CC BY-NC-ND 4.0