Náttúrulega 1 er kjarnaefni fyrir miðstig og er fyrsta kennslubókin af þremur í Náttúrulega bókaflokknum. Bókinni fylgir verkefnabók, kennsluleiðbeiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira.
Náttúrulega 2 er kjarnaefni fyrir miðstig og er önnur kennslubókin af þremur í Náttúrulega bókaflokknum. Í bókaflokknum er fjallað um allar undirgreinar náttúrugreina. Bókinni mun fylgja verkefnabók, kennsluleiðbeiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira.
Lesið í skóginn er verkefnabanki með þverfaglegum verkefnum þar sem ýmis greinarsvið eru fléttuð saman fyrir alla aldurshópa. Verkefnin miða að því að tengja nemendur við skóginn og sjá notagildi hans og fegurð í margvíslegri vinnu með og í skógi.
Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í náttúrufræði og samfélagsgreinum sem keyptir hafa verið af verðlaunavefnum Twig. Myndböndin eru á ensku en talsett á íslensku.
Auðvitað eru bækur á sviði eðlis-, efna- og jarðfræði fyrir miðstig. Meginefni bókarinnar er saga vísindanna, ljós, speglar og linsur, kraftar, vélar, mælingar og hljóð.
Þemaheftið Co2 er námsefni um loftslagsbreytingar þar sem rætt er um breytingar á náttúrunni og skoðað hvað einstaklingurinn og samfélagið geta gert til að vernda jörðina.
Þemahefti um geitunga þar sem fjallað er um daglegt líf þeirra, mismunandi tegundir hér á landi og bú þeirra.
Léttlestrarbók fyrir mið- og unglingastig. Í bókinni er meðal annars skoðað hvernig menn hafa nýtt sér stjörnur til að búa til tímatal og siglingar yfir úthöfin hér áður fyrr. Þá er einnig farið um borð í geimstöð og þeirri spurningu velt upp hvort líf sé á öðrum hnöttum.
Líf á landi fjallar um landið og lífríki þess, skóga, hraun, móa, mela, votlendi, valllendi, fjöll og manngert umhverfi. Mikill fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga prýðir bókina.
Rafbókin Maðurinn – hugur og heilsa fjallar um mannslíkamann; líffærakerfi hans, heilsu og vellíðan.
Þemaheftið saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá sjónarhorni umhverfis, samfélags og fjármála. Rafbókin samanstendur af tíu verkefnum sem hægt er að vinna eitt og eitt eða öll saman.
Margskonar verkefni í eðlis- og efnafræði. Margar tilraunir sem hægt er að framkvæma heima með aðgengilegum hlutum og tækjum. Í heftinu er einnig að finna kennarasíður þar sem niðurstöður tilrauna eru útskýrðar.
Vefsíða þar sem algengustu fuglategundir á Íslandi eru kynntar til sögunnar og fjallað er um sérkenni þeirra.
Jarðfræðivefurinn skiptist í þrjá hluta: uppbyggingu jarðar, jarðskjálfta og eldgos.
Fjaran og hafið fjallar um lífverur í fjörum og í hafinu. Hér má bæði finna skýringartexta sem og myndefni, myndbönd og gagnvirkt efni fyrir nemendur.
Vefur um algengustu plöntur á Íslandi. Á vefnum er m.a. hægt að finna einfalt plöntugreiningarkerfi fyrir byrjendur.
Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi (ocean literacy) og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið.
Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Í bókinni Hreint haf – Plast á norðurslóðum er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs.
Kort af Íslandi þar sem hægt er að skoða landakort, loftmynd og innrauða gróðurmynd. Gagnlegt þegar verið er að vinna í landfræði og verkefnum um Ísland og íslenska náttúru.
Á vefsíðunni má finna lifandi kort af veðri, vindum og ölduhreyfingu á jörðinni.
Á vefsíðunni má finna sýndartilraunir á ensku þar sem nemendur geta framkvæmt tilraunir á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði og stærðfræði.