Saga
Saga fólks í Norður-Evrópu á víkingaöld. Fjallað er um fornleifar, víkingar og víkingaferðir. Daglegt líf fólks í norrænum samfélögum, híbýli þess, störf, siði og trú.
Bókin fjallar um sögu fornaldar, einkum Rómaveldis og upphaf kristni. Einnig um fyrstu aldir Íslandsbyggðar, frá landnámi og fram yfir kristnitöku.
Í þessari kennslubók er sagt frá ferðum fólks og nokkrum atvikum á seinni hluta miðalda, einkum á timabilinu 1000-1600. Fylgst með ferðum og samskiptum fólks, einkum á fjarlægum slóðum.
Stutt hefti sem fjalla um sögu þessara þriggja merku sögustaða.
Rafrænn tímaás þar sem er stiklað á stóru um ýmsa helstu atburði sögunnar. Kappkostað er að fjalla um sem flest tímabil, heimshluta og menningarsvæði.
Stutt þemahefti sem fjalla um ólík sögutengd málefni t.d. sögu N- og S-Ameríku, stríðsárin á Íslandi, hippatímann, fyrstu samfélög manna, þróun tækninnar og fjölskylduforma á 20. öld.
Landafræði
Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í náttúrufræði og samfélagsgreinum sem keyptir hafa verið af verðlaunavefnum Twig. Myndböndin eru á ensku en talsett á íslensku.
Fjallað er um landafræði Íslands á fjölbreyttan hátt. Jarðfræði, umhverfisvernd, auðlindir og margt fleira. Hver landshluti fær umfjöllun á tveimur opnum. Verkefnabókina er hægt að prenta út alla eða stakar síður. Efninu fylgir verkefnabók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningar.
Þemaheftið CO₂ fjallar frá ýmsum sjónarhornum um loftslagsbreytingarnar á jörðinni og er reynt að varpa ljósi á flókin ferli sem eiga sér stað í náttúrunni.
Umfjöllun um Norðurlöndin skiptist í tvennt. Annars vegar er almenn umfjöllun um Norðurlöndin og í seinni hluta bókar er fjallað um einkenni hvers lands fyrir sig að Íslandi undanskildu. Verkefnablöð er hægt að prenta út stök eða alla bókina. Í verkefninu Vefrallý um Norðurlönd er ætlast til að nemendur leiti sér upplýsinga á netinu og merki inn á kort.
Bókin fjallar um Evrópulönd, almennt og einnig er álfunni skipt í nokkur svæði og unnið með öll lönd innan hvers svæðis. Mikið er um kortavinnu. Vinnubókina er hægt að prenta út alla eða einstakar síður.
Á vefnum Heimsreisa eru æfingaverkefni til að læra að nota vefinn Google Earth. Verkefnin eru sniðin að nemendum og miða að því að auka hæfni þeirra í notkun Google Earth.
Markmiðið með þessum vef er að veita vitneskju um veröldina sem við lifum í. Daglega berast fréttir í fjölmiðlum um framandi lönd. Hér má finna upplýsingar um fjölmörg lönd heimsins.
Á Kortavefsjá má finna upplýsingar um ár, eyjar, fjöll, fossa, jökla, vötn, þéttbýli og friðlýst svæði á Íslandi ásamt myndum. Kortið er fengið frá Google sem býður upp á að skoða það í tveimur útgáfum, staðháttakort og gervihnattakort.
Markmiðið með þessum vef er að veita vitneskju um veröldina sem við lifum í. Daglega berast fréttir í fjölmiðlum um framandi lönd. Hér má finna upplýsingar um fjölmörg lönd heimsins.
Lífsleikni
Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkama stelpna og stráka á þessu æviskeiði. Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum
Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkama stelpna og stráka á þessu æviskeiði. Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum
Í efninu er sérstök áhersla lögð á að setja fram verkefni þar sem unnið er með lykilhæfnina gagnrýna og skapandi hugsun eins og hún er skilgreind í aðalnámskrá grunnskóla 2011/2013. Verkefnin miða á ýmsan hátt að því að unnið sé með grunnþætti menntunar í fjölbreyttu samhengi.
Fjallað um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna á fjölbreyttan hátt. Megin áhersla er á þróunarmál.
Í efninu Uppvöxtur í lýðræði er að finna kennsluáætlanir um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindi.
Í þessari bók er boðið upp á eins konar ferðalag til þess að kynnast ýmsum hliðum jafnréttis, svo sem kynjajafnrétti. jafnrétti óháð kynhneigð, milli fatlaðra og ófatlaðra, milli fólks með ólíkan húðlit. tungumál og uppruna. Þú lest sögur sem veita svolitla innsýn í sögu jafnréttismála hérlendis og víðs vegar um heiminn og kynnist hetjum sem hafa barist fyrir jafnrétti.
Bókin hentar nemendum í í 6. og 7. bekk á miðstigi og jafnvel 8. bekk á unglingastigi.
Ég og sjálfsmyndin er bæði gefin út sem rafbók og prentuð bók og fjallar hún um samfélagið. Bókin er einkum ætluð nemendum á miðstigi grunnskólans. Bókin fjallar um ýmislegt í nærumhverfi nemandans. Hún skiptist í 8 sjálfstæða kafla. Einn kaflinn fjallar um sjálfsmyndina og velt er upp spurningunni hver er ég og af hverju er ég eins og ég er. Síðan tekur við umfjöllun um félagsmótun, helstu félagsmótunaraðila og hópa sem við tilheyrum. Þarnæst er fjallað um lýðheilsumál eins og mataræði, hreyfingu og svefn og áhrif þessara þátta á andlega líðan. Kynþroski og klám fá sína umfjöllun, svo og ýmis vandamál í nærumhverfinu svo sem ofbeldi og vímuefni. Bókin endar síðan á stuttum kafla með hugleiðingum um hvað þú vilt verða en starfs- og menntunarmöguleikar hafa aldrei verið jafn fjölbreyttir og nú á dögum.
Trúarbragðafræði, siðfræði og heimspeki
Kristni er líkt og önnur trúarbrögð margbreytileg en hér er gerð grein fyrir lúterskri mótmælendatrú eins og hún er þekkt hér á landi. Fjallað er um hver helsti boðskapur kristninnar er og hvernig hún hefur áhrif á daglegt líf fólks, hvort sem er í hversdagsleikanum, á hátíðum eða á sérstökum gleði– eða sorgarstundum.
Þetta efni kemur til móts við fjölmenningu í samfélaginu með það markmið að draga úr fordómum og bæta samskipti manna á milli. Á vefnum er að finna kynningu á fimm af áhrifamestu trúarbrögðum heims, gagnvirk verkefni, tenglasöfn og vefleiðangur.
Búddhatrú, gyðingdómur, hindúatrú, íslam og kristin trú eru ætlaðar til trúarbragðafræðslu. Fjallað er um fimm fjölmennustu trúarbrögð heims. Þar má finna lýsingar á helgisiðum, venjum og hátíðum, sagt frá útbreiðslu trúarbragðanna og hinum ýmsu stefnum þeirra.
Í bókinni eru 68 fjölbreyttar æfingar í heimspeki. Þær má nota í allflestum námsgreinum til þess að spyrja, hugsa og rökræða. Æfingarnar eru í níu efnisflokkum.