Bókin, Alarm, er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Hún fjallar um vinkonurnar Clöru og Nönnu sem fara í verslunarferð sem hefur óvænt endalok.
Efninu fylgir hljóðbók og verkefni í kennsluleiðbeiningum en þau eru aðallega hugsuð til þess að aðstoða nemendur við lesturinn.
Scooter er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Hún fjallar um vinina Noa og Hugo sem taka vespu ófrjálsri hendi.
Efninu fylgir hljóðbók og verkefni í kennsluleiðbeiningum en þau eru aðallega hugsuð til þess að aðstoða nemendur við lesturinn.
Bókin, Den nye lærer, er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Fyrirmyndarbekkur fær nýjan kennara sem er öðruvísi en allir aðrir kennarar sem bekkurinn hefur haft.
Í kennsluleiðbeiningunum eru fjölbreytt verkefni með léttlestrarbókunum Alarm, Scooter og Den nye lærer
Í kennsluleiðbeiningunum eru fjölbreytt verkefni með léttlestrarbókunum Alarm, Scooter og Den nye lærer (fyrir unglingastig).
Bókin inniheldur m.a. smásögur og ljóð eftir danska höfunda, sjálfspróf, skrýtlur, vandræðaleg augnablik og dægurlagatexta. Ekki er nauðsynlegt að vinna verkefnin í hóp. Hægt er að vinna nokkuð sjálfstætt með efnið og oft velja framsetningu verkefna.
Bókin inniheldur m.a. smásögur og ljóð eftir danska höfunda, sjálfspróf, skrýtlur, vandræðaleg augnablik og dægurlagatexta. Ekki er nauðsynlegt að vinna verkefnin í hóp. Hægt er að vinna nokkuð sjálfstætt með efnið og oft velja framsetningu verkefna.
Ekko er námsefni í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Efnið samanstendur af grunnbók, hljóðbók, verkefnabók A og B, hlustunaræfingum og samtalsæfingar.
Vefurinn TEMPO er ætlaður til dönskukennslu og hentar nemendum í 6. til 10. bekk. Fjölbreytt verkefni eru á vefnum og töluverð áhersla er á notkun tölva eða snjalltækja við lausn þeirra. Greinargóðar leiðbeiningar fylgja hverju og einu forriti sem býður upp á að nemendur og kennarar sjái möguleikana í að nýta þau í námi og kennslu.
Á vefnum eru fjölbreytt þemu og verkefni. Í hverju þema eru verkefni sem nefnast Ekstra og geta nemendur unnið þau frekar sjálfstætt. Einnig er tilvalið að hlusta á myndbönd og leysa verkefni.
Tak er nemendabók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Í henni eru fjölbreyttir textar sem fjalla um heilbrigði, hugrekki, fjölskyldur, tómstundir, ungmenni og fleira. Bókinni fylgja tvær verkefnabækur, hljóðbók, verkefnabók A og B, hlustunaræfingar og skapandi verkefni.
Námsefnið Smil er ætlað fyrir unglingastig grunnskóla. Efnið skiptist í grunnbók, hljóðbók, Smil verkefnabók A og B. Einnig fylgja hlustunaræfingar, skapandi verkefni og kennsluleiðbeiningar. Á kennsluleiðbeiningavefnum má nálgast allt efnið á rafrænu formi.