Stories er textabók með verkefnum í ensku fyrir unglingastig. Megin markmiðið er að örva gagnrýna hugsun, dýpka orðaforða og lesskilning og hvetja nemendur til sjálfskoðunar um hlutverk sitt og mikilvægi hvers einstaklings í samfélaginu. Bókin skiptist í fjóra hluta: Exciting adventures – historical and personal; Choices and dilemmas; Good work og Be the change.
Mismunandi þyngd og lengd texta innan hvers kafla getur nýst vel fyrir fjölbreytta hópa. Í lok hvers kafla eru verkefni fyrir nemendur til að rannsaka, dýpka skilninginn á umræðuefninu og auka orðaforða.
Einfaldur og aðgengilegur vefur með fjölbreyttum gagnvirkum æfingum sem byggjast á stuttum textum. Textarnir fjalla um ýmis efni, til að mynda glæpi, óvenjulegan pakka, þreyttan hund og auðveldar leiðir til sparnaðar.
Gagnvirkar æfingar í ensku sem m.a. þjálfa orðaforða, ritun og ýmis málfræðiatriði. Æfingarnar eru á þremur til fjórum mismunandi þyngdarstigum, elementary, pre-intermediate, intermediate og advanced.
Gagnvirkar æfingar í ensku sem m.a. þjálfa orðaforða, ritun og ýmis málfræðiatriði. Æfingarnar eru á þremur til fjórum mismunandi þyngdarstigum, pre-intermediate, intermediate og advanced.
Spotlight er námsefni í ensku fyrir unglingastig. Í textabókunum er fjölbreytt efni, valtextar svokallaðir cool reads.