Myndmennt
Ég sé með teikningu er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun. Námsefnið er sett fram sem hugmyndabanki.
Á vefnum er að finna fjölbreytt úrval náms- og kennsluefnis fyrir myndmenntakennara og fleiri til kennslu, náms og upplýsingaöflunar.
Námsefnið hentar til að kenna undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar. Í rafbókinni er hægt að horfa á stutt myndbönd þar sem aðferðir eru kenndar. Í verkefnabankanum, Leirmótun – verkefni fyrir alla, eru ýmsar kveikjur og tillögur að umræðum.
Frumlitirnir þrír, gulur, rauður og blár, eru grunnur að öllum litum nema svörtum og hvítum sem strangt til tekið eru ekki litir. Með frumlitunum og svörtu og hvítu er hægt að blanda alla liti. Á veggspjaldinu Litir er litahringurinn sýndur og stutt skýring á því hvað felst í annars stigs litum, andstæðum litum, jarðlitum og litastjörnu Ittens. Á veggspjaldinu Fletir og form eru tvívíð form og þrívíð form kynnt. Grunnformin þrjú eru hringur, ferningur og þríhyrningur.
Námsefnið er ætlað nemendum á öllum skólastigum. Efninu er ætlað að vekja áhuga nemenda á hugmyndavinnu og sjálfstæðri sköpun, innan dyra sem utan.
Námsefnið vekur athygli á þeirri hönnun sem er í okkar nánasta umhverfi. Margir hlutir í umhverfi okkar lítum við á sem sjálfsagða í daglegu lífi án þess að gefa því sérstakan gaum s.s.augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur. Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hafa oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr ýmsum hráefnum. Á hverri opnu eru tillögur að verkefnum og vangaveltum.
Um er að ræða 17 verkefni sem þjálfa nemendur m.a. í mynd- og táknlæsi, færni í greinandi, gagnrýninni og skapandi hugsun og fjölbreyttum leiðum við hugmyndavinnu, skissugerð og hönnunarvinnu.
Tónmennt
Tónlist er hluti af öllu sem er. Hún leikur stórt hlutverk í lífi okkar á hverjum degi. Námsefnið Tónlist og umhverfi fjallar um það hvernig tónlistin kemur til okkar úr ýmsum áttum og hvernig við getum búið hana til á svo margan hátt. Námsefnið er hluti af bókaflokki í tónmennt og getur einnig nýst eldri nemendum.
Líkami þinn er hljóðfæri. Með honum getur þú búið til alls konar hljóð. Í þessu námsefni er líkaminn notaður til að læra um tónlist, skynja hana og skapa. Námsefnið er hluti af bókaflokki í tónmennt og getur einnig nýst eldri nemendum.
Í þessari systurbók Hljóðspora eru rakin spor dægurtónlistar allt frá bænda- og hirðdönsum miðalda til stórsveita eftirstríðsára og danshljómsveita 6. áratugar. Dægurspor skoða einnig tíðaranda, hin margvíslegu litbrigði mannlífsins. Nefna má rómantíkina, vesturferðir, suðupott ólíkra þjóðabrota í New Orleans en einnig það samfélag á Íslandi sem gat af sér M.A. kvartettinn, Jónas og Jón Múla, Eyjalögin, Hauk, Ellý, Ragnar og KK-sextettinn.
Bókin rekur sögu alþýðu- og dægurtónlistar frá tímum þrælahalds í Bandaríkjunum til loka 7. áratugar 20. aldar. Efnið er einkum ætlað efri hluta miðstigs og unglingastigi.
Leikrit um skjaldböku sem festist í plasti og tilraunir vina til að bjarga henni. Öll tónlistin er aðgengileg.
Hönnun og smíði
Í verkefnabankanum eru 30 verkefni. Þau eru miserfið og er þeim raðað eftir þyngdarstigi. Þó talað sé um ákveðin smíðaefni í hverju verkefni þá er lítið mál að breyta um efnivið og aðlaga verkefnin. Efnisval er fjölbreytt og hægt er að nýta ýmsan efnivið úr umhverfinu. Þá er hugað að endurnýtingu og oft er hægt að nota gamlan efnivið til að smíða falleg listaverk.
Námsheftið Vertu þinn eigin yfirmaður er námsefni í nýsköpun og frumkvöðlafræði fyrir miðstig grunnskóla. Efnið er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og NKG Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.
Á vefnum er að finna leikrit fyrir yngsta, mið- og unglingastig. Leikritin eru tilvalin til að setja á svið en einnig er upplagt að nýta þau til samlestrar.
Handbók í textíl er ætluð kennurum og nemendum í efri bekkjum grunnskóla.
Í bókinni er farið yfir helstu aðferðir í textílmennt, m.a. prjón, hekl, fatasaum, útsaum auk ýmissa annara textílaðferða. Með bókinni fylgja tvær sniðarkir með sniðum á flíkum og nytjahlutum fyrir byrjendur og þá sem eru lengra komnir.