Á vefnum Kvistir er að finna stuttar fræðslumyndir í náttúrufræði og samfélagsgreinum sem keyptir hafa verið af verðlaunavefnum Twig. Myndböndin eru á ensku en talsett á íslensku.
Eðlis- og efnafræði
Eðlisfræði 1 fjallar um rafmagn; eðli þess og eiginleika. Þá kemur kafli um hljóð þar sem m.a. er lögð áhersla á hljóðið í umhverfi fólks. Því næst kemur kafli um varma og veður og lítillega er fjallað um massa og að lokum er kafli um eðli ljóssins og einkenni þar sem m.a. er fjallað um þróun ljósleiðaratækni, geislun og fleira.
Eðlisfræði 2 skiptist í fjóra meginkafla sem hver um sig greinist í nokkra undirkafla. Þeir eru Kraftur og hreyfing, Þrýstingur, Rafmagn og segulmagn og loks Orka og afl. Hver meginkafli greinist í nokkra undirkafla.
Eðlisfræði 3 skiptist í fjóra meginkafla sem greinast svo í nokkra undirkafla. Fyrsti kafli er um kjarneðlisfræði. Í öðrum kafla er inntakið orkuöflun mannkyns. Þriðji kafli fjallar um sólkerfið og sá fjórði um alheiminn.
Maður og náttúra er í flokknum Litróf náttúrunnar sem er námsefni í náttúrufræði fyrir unglingastig. Í bókinni er meðal annars fjallað um ljóstillífun, þróun umhverfismála, erfðafræði og loks er fjallað um þróun lífs á jörðinni.
Bókin er í flokknum Litróf náttúrunnar og fjallar um líffræði mannsins. Meðal annars er fjallað um frumur, stök líffæri og líffærakerfi.
Lífheimurinn er í flokki kennslubóka í náttúrufræði sem kallast Litróf náttúrunnar. Efnið er ætlað elstu bekkjum grunnskóla. Bókin fjallar um lífið á jörðinni, greint frá algengri skiptingu lífvera í hópa og farið í einkenni og gerð lífvera í hverjum þeirra. Að lokum er umfjöllun um atferli dýra.
Efnisheimurinn er námsbók í efnafræði þar sem meðal annars er fjallað um flokka efna, frumeindir og sameindir, efnabreytingar og lotukerfið.
Námsefni í eðlisfræði fyrir unglingastig. Bókin skiptist í fjóra kafla: Heimur eðlisfræðinnar, Kraftar og orka, Hitastig og varmaorka og Kraftar í vökvum og lofti.
Náttúra til framtíðar fjallar um ýmisleg umhverfisvandamál og hvað hægt er að gera til að finna lausnir á þeim. Vistheimt, eða endurheimt vistkerfa, er ein slík lausn en það er ferli sem hjálpar náttúrunni að lækna sig sjálfa.
Þemaheftið Co2 er námsefni um loftslagsbreytingar þar sem rætt er um breytingar á náttúrunni og skoðað hvað einstaklingurinn og samfélagið geta gert til að vernda jörðina.
Þemaheftið saman gegn matarsóun fjallar um matarsóun út frá sjónarhorni umhverfis, samfélags og fjármála. Rafbókin samanstendur af tíu verkefnum sem hægt er að vinna eitt og eitt eða öll saman.
Margskonar verkefni í eðlis- og efnafræði. Margar tilraunir sem hægt er að framkvæma heima með aðgengilegum hlutum og tækjum. Í heftinu er einnig að finna kennarasíður þar sem niðurstöður tilrauna eru útskýrðar.
Vefsíða þar sem algengustu fuglategundir á Íslandi eru kynntar til sögunnar og fjallað er um sérkenni þeirra.
Jarðfræðivefurinn skiptist í þrjá hluta: uppbyggingu jarðar, jarðskjálfta og eldgos.
Vefur um algengustu plöntur á Íslandi. Á vefnum er m.a. hægt að finna einfalt plöntugreiningarkerfi fyrir byrjendur.
Fjaran og hafið fjallar um lífverur í fjörum og í hafinu. Hér má bæði finna skýringartexta sem og myndefni, myndbönd og gagnvirkt efni fyrir nemendur.
Skilningsbókin er verkefnabók til útprentunar fyrir grunnskólanema þar sem verkefnin þjálfa skilning í lestri, stærðfræði og náttúrufræði.
Námsefnið Hreint haf fjallar um haflæsi (ocean literacy) og áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið.
Kort af Íslandi þar sem hægt er að skoða landakort, loftmynd og innrauða gróðurmynd. Gagnlegt þegar verið er að vinna í landfræði og verkefnum um Ísland og íslenska náttúru.
Á vefsíðunni má finna lifandi kort af veðri, vindum og ölduhreyfingu á jörðinni.
Á vefsíðunni má finna sýndartilraunir á ensku þar sem nemendur geta framkvæmt tilraunir á sviði eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, líffræði og stærðfræði.