Efnið hentar vel í hvers kyns tungumálanámi til að auka orðaforða. Því er ætlað að þjálfa hlustun og talað mál ásamt því að byggja upp orðaforða daglegs lífs.
Um er að ræða þrjár bækur Connect-Adventure Island of English Words, Connect-Atlantic Ocean og Connect-Celebrations. Stuttum texta og ríkulegu myndefni er ætlað að stuðla að fjölbreyttri úrvinnslu á grundvelli þemanáms.
Vefur sem er til í enskri, danskri og íslenskri útgáfu. Enska útgáfan er ætluð til enskukennslu á yngsta stigi. Markmið vefjarins er fyrst og fremst að kenna nemendum algeng orð, ritun þeirra, lestur og framburð. Þemun sem tekin eru fyrir á vefnum eru áþekk þeim sem finna má í byrjendaefni eins og Adventure Island of English Words og Right on! Því er auðvelt að nota vefinn samhliða því námsefni.
Portfolio er námsefni í ensku. Efnið samanstendur af hljóðbókum og hlustunaræfingum. Vakin er athygli á því að tímabundið má nálgast hlustunarefni með Portfolio efninu inn á vef mms.
Yes we can er heildstætt námsefni í ensku fyrir yngsta og miðstig. Alls verða bækurnar í flokknum sex talsins Yes we can 6 er önnur bókin sem kemur út í þessum flokki.
Efnistök eru fyrst og fremst úr hversdagslífi nemenda, áhersla er á samfelldan texta sem höfðar til nemenda og fjölbreytt verkefni sem byggja á textunum. Hlustun og málnotkun eru í fyrirrúmi en áhersla á lestur og ritun eykst markviss eftir því sem líður á námið.
Námsmat er hluti af námsefninu og áhersla er lögð á þátttöku nemenda í mati á eigin námsstöðu og aukinni meðvitund um eigin námsaðferðir og vinnulag.
Efnið samanstendur af: Nemendabók, verkefnabók, rafbókum, hljóðbók, hlustunarefni, veggspjaldi, spilum, rafrænu efni með gagnvirkum æfingum og kennsluleiðbeiningum á vef.