Námsefnið Lesrún
Í Lesrúnarbókunum er áhersla lögð á lestur og lesskilning. Fjölbreyttar textategundir eru í bókunum; fróðleikstextar, sögur, fréttir, ævintýri, gátur og ljóð. Í kennsluleiðbeiningum er mikið lagt upp úr vinnu með orðaforða og bent á leiðir til að greina aðalatriði í texta. Í leiðbeiningunum eru einnig settar fram hugmyndir að ritunar- og málfræðiverkefnum í tengslum við textana í bókinni. Viðbótarverkefni og fylgiskjöl.
Litla-Lesrún er einnota nemendabók ætluð börnum í 2. bekk en getur einnig nýst eldri nemendum. Áhersla er á lestur og lesskilning, að nemendur æfist í að nota aðferðir sem auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega.
Lesrún er verkefnabók einkum ætluð nemendum í 3. og 4. bekk en getur hentað eldri nemendum og þar á meðal nemendum með annað tungumál en íslensku. Efnið er ýmiss konar fróðleikur, þjóðsögur, ævintýri og ljóð.
Rafbók með Lesrúnu 2 en í henni eru fjölbreyttar frásagnir, fróðleikur og ljóð. Í verkefnunum er lögð áhersla á að nemendur ræði saman um það sem þeir voru að lesa, finnið aðalatriði, spyrji spurninga og svari þeim. Þeir læri ný orð, glími við gátur og spila orðaspil.
Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er fyrir byrjendur í lestri og byggist fyrst og fremst á hljóðaaðferð. Lögð er áhersla á hæga stígandi, myndræna framsetningu, skipuleg vinnubrögð og endurtekningu. Textinn er að mestu án samhljóðasambanda með greinilegu letri og góðu línubili.
Hér má nálgast allt efnið sem tilheyrir lestrarkennsluefninu Listin að lesa og skrifa. Í flokknum eru lestrarbækur, örbækur, fjórar vinnubækur, lestrarspil, verkefni á vef og heftið Orðasafnið mitt.
Um er að ræða 10 verkefni til útprentunar, stafakannanir og yfirlit yfir allar rafbækur sem komnar eru út í lestrarbókaflokknum.
Lestrarkennsluefni fyrir byrjendur. Við gerð Lestrarlandsins var lögð áhersla á að námsefnið næði til allra þátta lestrarnámsins: hljóðavitundar, umskráningar, lesfimi, orðaforða, lesskilnings og ritunar. Efnið samanstendur af nemendabók, sögubók og vinnubókum sem hafa tvö þyngdarstig.
Lestrarbók á teiknimyndaformi ætluð nemendum á yngsta stigi sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í bókinni er hvatt til umræðna um efni sögunnar og verkefni sem reyna á orðskilning.
Á þessum safnvef er hægt að nálgast lestrarbækur í smábókaflokknum á rafbókarformi og öll verkefni sem fylgja bókunum.
Lestrarbókum á yngsta stigi er skipt í fimm flokka eftir þyngdarstigi. Á listanum eru taldar upp þær bækur sem tilheyra hverjum flokki.
Bókin er fyrir nemendur sem eru að stíga sín fyrstu spor í ritun. Henni er fyrst og fremst ætlað að gera þá meðvitaðri um að ritun texta er nauðsynleg í daglegu lífi og að hún hefur mismunandi tilgang.
Verkefnin í bókinni eru aðeins erfiðari úrlausnar en í bókin Ritum saman – Græni blýanturinn en þessi bók er byggð á sömu forsendum.
Kerfisbundin þjálfun í hljóðkerfisvitund í gegnum leik. Byrjað er á hlustunarleikjum, þá koma rímleikir, þulur og vísur. Síðan taka við leikir sem tengjast uppbyggingu málsins, skiptingu þess í setningar, orð og orðhluta og að lokum greiningu stakra hljóða.
Í Ritrúnarbókunum er fengist við byrjunaratriði í ritun, málfræði og stafsetningu. Bækurnar eru þrjár og stigþyngjast.
Í þessari rafbók eru bæði málfræði- og lesskilningsverkefni. M.a. er fjallað um stafrófsröð, nafnorð, tölu og kyn nafnorða. Auk þess eru í efninu leikir, krossgátur o.fl.
Lestrarbókaflokkur ætlaður nemendum sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í hverri bók eru fróðleiksmolar og viðfangsefni. Bækurnar eru 8 talsins og hverri bók fylgir lesskilningsverkefni og hljóðbók. Lesskilningsverkefnin eru til útprentunar en þau reyna á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði.
Um er að ræða sjö lestrarbækur með fróðleikstextum um köngulær, hvali, tunglið, ánamaðka, hrafninn, refinn og flugvélar. Aftast í hverri bók eru nokkur verkefni. Nýjasta bókin, Flugvélar kom út vorið 2020.
Vefur þar sem velja má á milli 10 lestrarbóka. Börnin geta ýmist lesið bækurnar beint af skjá eða hlustað á textann áður en þau lesa sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og verkefni.
Æfingar til að þjálfa nemendur sem þurfa mjög hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lesturs. Aðeins fengist við tíu bókstafi, tengingu tveggja hljóða og 15 algengustu orðmyndir.
Gagnvirkar æfingar fyrir börn sem þurfa hæga og skipulega þjálfun og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lestrar. Framhald af Stafaleikjum Búa.
Stafaplánetur eru ætlaður börnum sem eru að byrja að læra bókstafina. Á vefnum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Hann gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.
Á vefnum er farið yfir stafrófsröð, samheiti, andheiti, samsett orð, orð sem ríma o.fl.
Í Hljóðleikhúsinu, Búum til sögu, Hlustum á sögu þjálfast nemendur í því að kanna hljóðheiminn, rannsaka, flokka, velja og hafa stjórn á hljóðum frá mismunandi hljóðgjöfum. Í bókinni eru fjórar sögur ásamt kennsluverkefnum. Kennsluleiðbeiningar með fimm þjóðsögum sem eru í bókinni. Einnig má nýta bókina í tónlist.
Hér er að finna verkefni tengt persónulýsingum.