Litla-Lesrún er einnota nemendabók ætluð börnum í 2. bekk en getur einnig nýst eldri nemendum. Áhersla er á lestur og lesskilning, að nemendur æfist í að nota aðferðir sem auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega.
Lestrarbókaflokkur ætlaður nemendum sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í hverri bók eru fróðleiksmolar og viðfangsefni. Bækurnar eru 8 talsins og hverri bók fylgir lesskilningsverkefni og hljóðbók. Lesskilningsverkefnin eru til útprentunar en þau reyna á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði.
Vefur þar sem velja má á milli 10 lestrarbóka. Börnin geta ýmist lesið bækurnar beint af skjá eða hlustað á textann áður en þau lesa sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og verkefni.
Æfingar til að þjálfa nemendur sem þurfa mjög hæga innlögn og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lesturs. Aðeins fengist við tíu bókstafi, tengingu tveggja hljóða og 15 algengustu orðmyndir.
Gagnvirkar æfingar fyrir börn sem þurfa hæga og skipulega þjálfun og mikla endurtekningu til að ná tökum á undirstöðu lestrar. Framhald af Stafaleikjum Búa.
Vefur fyrir börn sem eru að læra stafina og eru að byrja að læra að lesa. Hægt að nota tölvu eða spjaldtölvu.
Stafaplánetur eru ætlaður börnum sem eru að byrja að læra bókstafina. Á vefnum eru kynnt heiti og hljóð stafa og hvernig draga skal til stafsins. Hann gengur á allar tegundir tölva, þ. á m. spjaldtölvur.
Á vefnum er farið yfir stafrófsröð, samheiti, andheiti, samsett orð, orð sem ríma o.fl.
Orðaforðalistinn inniheldur lista yfir hugtök um æskilegan grunnorðaforða, notkun listans stuðlar að eflingu og uppbyggingu orðaforða hjá nemendum.
Í þessari útgáfu af Orðaforðalistanum eru hugtökin ekki flokkuð eftir aldri heldur eru þau flokkuð í A og B hluta, með þessum breytingum aukast notkunar möguleikar listans fyrir fjölbreyttari hóp. Orðaforðalistinn er hugsaður sem verkfæri fyrir kennara, talmeinafræðinga, foreldra sem og aðra sérfræðinga er koma að orðaforðakennslu. Orðasafnið er ekki hugsað sem matstæki, skimun eða próf.