Bókin tekur fyrir siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt.
Bókin tekur fyrir siðfræði og lífsleikni. Hún fjallar um hugsanir, tilfinningar og atvik sem upp kunna að koma hjá börnum við upphaf skólagöngu og hvernig má takast á við breytingar á jákvæðan hátt.
Í bókunum, sem eru einnota vinnubækur, eru einföld verkefni sem reyna meðal annars á kortalestur og lestur á myndritum, skilning á áttum, hnitum og mælingum.
Í bókaflokknum eru til alls 15 bækur sem fjalla um ýmis málefni tengd samfélags- og náttúrugreinum. Bækurnar í bókaflokknum heita: Komdu og skoðaðu …. bílinn, eldgos, eldhúsið, hafið, himingeiminn, hringrásir, hvað dýrin gera, íslenska þjóðhætti, landakort, landnámið, land og þjóð, sögu mannkyns og umhverfið.
Trúarbrögðin okkar er námsbók í trúarbragðafræði ætluð yngstu bekkjum grunnskólans. Hún er hugsuð til kynningar á fimm trúarbrögðum: búddatrú, hindúatrú, kristni, íslam og gyðingdómi.
Á vefnum er fjölbreytt fræðsluefni fyrir nemendur og kennara, bæði gagnvirkt og til útprentunar eða til upplýsingar.
Á vefnum má finna margvíslegan fróðleik um íslensk húsdýr. Þar má finna lýsingu á dýrunum, hljóðin þeirra, fæðu og margt fleira.
Á vefnum má finna margvíslegan fróðleik um íslensk landspendýr. Þar má finna lýsingu á dýrunum, hljóðin þeirra, fæðu og margt fleira.
Í efninu er reynt að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta stigi grunnskólans og er það ætlað þeim sem hafa náð undirstöðustriðum lestrar. Spurningar neðst á blaðsíðunum eru hugsaðar til þess að staldra við og ræða það sem lesið var um. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem nemendur geta unnið í samvinnu eða sjálfstætt.
Námsefnið Lifandi náttúra – Lífbreytileiki á tækniöld er safn verkefna sem tengjast á einhvern hátt lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni). Unnið er með viðfangsefnið á fjölbreyttan máta þar sem hvert verkefni getur verið sjálfstætt verkefni eða hluti af stærri heild.
Hvernig hefur hafið áhrif á líf okkar og hvernig höfum við áhrif á hafið? Í bókinni Hreint haf – Plast á norðurslóðum er hafið skoðað á heildstæðan hátt. Námsefnið er ætlað nemendum yngsta- og miðstigs.
Halló heimur er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Verkefnabók með Halló heimur 1. Sex verkefni fylgja hverjum kafla. Verkefnin tengjast beint efni kaflans. Verkefnin tengjast orðaforða hvers kafla og þjálfa lestur, lesskilning, ritun, hlustun, orðaforðaþjálfun og orðnotkun.
Halló heimur kennsluleiðbeiningar fylgja námsefninu Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Kennsluleiðbeiningunum er skipt upp í 9 kafla líkt og nemendabókinni og fylgja þær bókinni opnu fyrir opnu.
Halló heimur kennsluleiðbeiningar fylgja námsefninu Halló heimur sem er kjarnaefni í samfélags- og náttúrugreinum fyrir yngsta stig grunnskóla.
Kennsluleiðbeiningunum er skipt upp í 9 kafla líkt og nemendabókinni og fylgja þær bókinni opnu fyrir opnu.
Kort af Íslandi þar sem hægt er að skoða landakort, loftmynd og innrauða gróðurmynd. Gagnlegt þegar verið er að vinna í landfræði og verkefnum um Ísland og íslenska náttúru.