Bókaflokkur um stærðfræðitengd viðfangsefni. Með áhugaverðum og skemmtilegum söguþræði er leitast við að draga börnin inn í söguna og þar með einnig inn í stærðfræðina. Hljóðbók, rafbók og verkefnahefti fylgja hverjum titli.
Ítarefni í stærðfræði sem þjálfar nemendur í vinnu með tölur, rúmfræði, reikning, mælingar, tölfræði og hnitakerfi. Í kennsluleiðbeiningum eru hugmyndir að fjölmörgum skemmtilegum verkefnum sem tengjast efninu beint.
Stærðfræðispæjarar 2 er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi en getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi. Bókin er framhald af Stærðfræðispæjarar 1 en getur staðið ein og sér.
Stærðfræðispæjarar 3 er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi en getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi. Bókin er framhald af Stærðfræðispæjarar 1 og Stærðfræðispæjarar 2 en getur staðið ein og sér.
Stærðfræðispæjarar 4 er ítarefni í stærðfræði fyrir nemendur á yngsta stigi en getur einnig nýst fyrir aðra nemendur í fjölbreyttu skólasamfélagi. Bókin er framhald fyrri bóka um Stærðfræðispæjararana þ.e. Stærðfræðispæjarar 1-3 en getur einnig staðið ein og sér.
Bókaflokkur þar sem áhersla er á þjálfun reikniaðgerðanna samlagningar, frádráttar, deilingar og margföldunar.
Námsefni sem þjálfar kortalestur, lestur á myndrit, skilning á áttum, hnitum og mælingum.
Verkefni til útprentunar fyrir alla árganga grunnskólans. Verkefnaflokkar eru tölur og reikningur, rúmfræði og mælingar, tölfræði og líkindi og algebra. Öll verkefnin eru þyngdarmerkt með einni til þremur stjörnum.
Forrit sem þjálfar margföldun. Forritið er leikur þar sem gert er ráð fyrir að tveir leiki og keppi innbyrðis. Hægt er að velja um fjögur mismunandi þrep í leiknum.